148. löggjafarþing — 71. fundur,  8. júní 2018.

fjármálaáætlun 2019--2023.

494. mál
[14:00]
Horfa

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (Sf):

Herra forseti. Þegar fjármálaáætlunin var kynnt gerðu ríkisstjórnarflokkarnir mikið úr þeirri aukningu sem átti að renna til samgöngumála og var talað um stórsókn í því samhengi. Þegar málið er skoðað frekar kemur í ljós að þeir fjármunir sem eiga að renna til samgöngumála á tímabilinu eru einungis í samræmi við fimm ára meðaltalsútgjöld til samgöngumála og eru jafnvel undir tíu ára meðaltalinu. Þá er ljóst að þeir fjármunir sem renna til málaflokksins eru ekki nálægt því að mæta þeirri þörf sem er til staðar og ekki í neinu samhengi við það stórátak ríkisstjórnarinnar sem boðað var í stjórnarsáttmálanum.

Herra forseti. Samfylkingin leggur hér til milljarðs aukningu á ári. Ég segi já.