148. löggjafarþing — 72. fundur,  8. júní 2018.

rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur.

202. mál
[17:13]
Horfa

Halldóra Mogensen (P):

Forseti. Ég geri grein fyrir atkvæði mínu. Þetta er breytingartillaga sem snýr að því að ekki verið veip-bann á skemmtistöðum og veitingastöðum. Ég tók fram í ræðu minni áðan að ég teldi vænlegast að leyfa eigendum fyrirtækja að ákveða sjálfir hvort veipa megi inni og leyfa fólki að ákveða sjálft hvort það vilji fara á veip-stað eða annan stað. Þetta er eitthvað sem okkur ætti að vera frjálst. Við greiðum atkvæði gegn þessari breytingartillögu.