148. löggjafarþing — 73. fundur,  8. júní 2018.

veiðigjald.

648. mál
[18:50]
Horfa

Smári McCarthy (P):

Herra forseti. Langreyður er í útrýmingarhættu. Veiðar eru leyfðar út af samningum sem fela ekki í sér neinn skaða fyrir ríkisstjórn verði þeim rift. En þar sem ríkisstjórnin vill ekki rifta þeim er eðlilegt að í minnsta lagi verði beitt gjaldtöku til að lágmarka skaðsemi gagnvart lífríkinu vegna veiðanna, úr því að ekki er hægt að stöðva þær með öðrum hætti. Því leggjum við til fimmtíuföldun á veiðigjöldum á langreyði en það þykir okkur afar hófleg hækkun, sem ég vona að allir náttúruverndarsinnar sameinist um að styðja. Ólíkt öllu öðru sem er til umfjöllunar í þessu máli er það þannig með dýr í útrýmingarhættu að ekki er hægt að bíða fram á haustið með það. Þetta er einföld leið til að laga stórt vandamál.