148. löggjafarþing — 75. fundur,  11. júní 2018.

bann við tilteknum frammistöðubætandi efnum og lyfjum.

293. mál
[18:18]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M):

Virðulegur forseti. Ég er hlynntur markmiði þessa frumvarps en engu að síður er margt sérkennilegt í því. Það ber þess merki, eins og mörg önnur frumvörp sem eru til umræðu í dag, að vera kannski ekki fullunnið. Það sem er þó einna sérkennilegast er 3. gr. þar sem í frumvarpi frá hæstv. heilbrigðisráðherra er lagagrein um að fram skuli fara fræðsla um tiltekið málefni. Það hlýtur að vera nokkur nýlunda að ráðherra eins málaflokks skipi fyrir um með hvaða hætti annar ráðherra skuli sinna hlutverki sínu og jafnframt að ráðherra eins málaflokks kveði á um það í lögum að fram skuli fara fræðsla um tiltekið mál án þess að útskýringar fylgi á því hvernig sú fræðsla á að fara fram, hvernig hún verði fjármögnuð, hver eigi að standa að henni eða nokkuð annað. Engu að síður segi ég já við frumvarpinu.