148. löggjafarþing — 75. fundur,  11. júní 2018.

barnalög.

238. mál
[18:27]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (Vg):

Virðulegur forseti. Mér sýnist á öllu að hér þurfi smáskýrleika í salinn. [Hlátur í þingsal.] Um er að ræða frávísunartillögu sem ég stend að ásamt Ólafi Þór Gunnarssyni, fulltrúa í velferðarnefnd. Við erum sammála meginmarkmiðum frumvarpsins en tökum undir með umsagnaraðila á borð við umboðsmann barna sem segja að jafn viðamiklar breytingar á barnalögum beri að skoða betur með fag- og hagsmunaaðilum. Við viljum sem sé vera varkári aðilinn í þessu sambandi og vísa frumvarpinu til ráðuneytis til frekari umfjöllunar.