148. löggjafarþing — 75. fundur,  11. júní 2018.

kjararáð.

630. mál
[18:37]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Úrskurðir kjararáðs hafa haft áhrif á stóran hóp kjörinna fulltrúa annarra en þingmanna og ráðherra, aðallega fulltrúa í sveitarstjórnum. Það væri óskynsamlegt að taka þessa ákvörðun nú, þ.e. að samþykkja breytingartillöguna við frumvarpið, í ljósi þeirrar staðreyndar og einnig í ljósi þess að þegar hefur farið fram vinna, nefnd skilað áliti til forsætisráðherra, og liggur fyrir að frumvarp verður lagt fram í haust þar sem tekið verður heildstætt á þessum málum. Því mun ég við atkvæðagreiðsluna greiða atkvæði gegn breytingartillögunni en með frumvarpinu.