148. löggjafarþing — 75. fundur,  11. júní 2018.

stefnumótandi byggðaáætlun 2018--2024.

480. mál
[18:44]
Horfa

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Eins og ég hef svo oft komið inn á er byggðastefna alger grundvallarstefna í starfi ríkisins. Ég minni á mikilvægi þess að ráðherra fylgi vel eftir ákvæði um að í allri stefnumörkun og áætlunargerð hins opinbera verði áhrif á þróun einstakra byggða og búsetu skoðuð og metin. Í stefnunni er annars mikið rætt og notuð falleg og blómleg orð en eins og við ræddum í þingsal fyrr í dag er staðreyndin sú að nokkur fjöldi verkefna í áætluninni er ekki fjármagnaður. Því höfum við í Samfylkingunni nokkrar áhyggjur af því að minna verði úr framkvæmdinni en æskilegt væri. Við teljum málið þó mikilvægt og munum styðja það í atkvæðagreiðslunni.