148. löggjafarþing — 77. fundur,  12. júní 2018.

samkomulag um þinglok.

[13:58]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Ég held að það sé orðið deginum ljósara að hér er fólk ekki almennt sammála um það sem talað var um. Það er auðvitað ekki í fyrsta skipti í mannkynssögunni sem það gerist að fólk túlkar hlutina með mismunandi hætti. Fulltrúar átta flokka sitja saman og telja sig vera komna að niðurstöðu, en síðan gerist það að menn túlka það á misjafnan hátt.

Hér er að byggjast upp spenna sem er langt umfram það sem þarf að vera vegna þess að við ættum þá að geta, þetta sama fólk, farið inn í hliðarherbergi og rætt okkur að niðurstöðu. Ég legg til að forseti taki hlé á fundinum og gefi okkur færi á að setjast niður og freista þess a.m.k. að finna sameiginlegan skilning á þessu máli.

(Forseti (SJS): Forseti hyggst ljúka þeirri mælendaskrá sem liggur fyrir um fundarstjórn forseta.)