148. löggjafarþing — 77. fundur,  12. júní 2018.

samkomulag um þinglok.

[14:13]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Nú stendur svo á að ekki eru fleiri, a.m.k. ekki í bili, á mælendaskrá til að ræða fundarstjórn forseta, enda hefur allstór hópur þingmanna fullnýtt rétt sinn í þessari umferð til þess.

Forseti hyggst nú fresta þessum fundi í 20 mínútur og boða formenn þingflokka til fundar við sig. Náist ekki niðurstaða sem breytir gangi mála hefst hér fundur að nýju eftir 20 mínútur samkvæmt dagskrá og þingsköpum.