148. löggjafarþing — 77. fundur,  12. júní 2018.

rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur.

202. mál
[15:04]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég vil við lokaafgreiðslu þessa máls nota tækifærið og þakka hv. velferðarnefnd fyrir að leiða saman ólík sjónarmið, eins og hér hefur komið fram. Ég held að í þessu máli hafi þingið sýnt hvað í því býr í flóknum úrlausnarefnum. Ég þakka sérstaklega hv. þm. Ólafi Þór Gunnarssyni fyrir að halda utan um framsögu málsins og framvindu í flóknum úrlausnarefnum. Mat mitt er að þessi löggjöf sé verulega til góðs og að með henni náum við þeim markmiðum sem við fyrstu sýn virtust ósamrýmanleg. Hér eru þau öll saman til lykta leidd í samstöðu, vona ég.