148. löggjafarþing — 77. fundur,  12. júní 2018.

afgreiðsla máls frá Miðflokknum.

[15:21]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M):

Hæstv. forseti. Húsnæðisliðurinn hefur fært 50 milljarða frá heimilunum á einu ári og um 118 milljarða á fimm árum. Það hlýtur að vera þess virði að hefja þá vegferð að gera eitthvað í því að lækka þann kostnað. Mér datt í hug þegar hv. þm. Bergþór Ólason talaði um skriflegt samkomulag að ég hef átt mörg viðskipti í gegnum tíðina. Og mér finnst fátt eins gott fyrir viðskiptatilfinningu mína og þegar hægt er að treysta samkomulagi sem er án undirskrifta. Þess vegna finnst mér það síðri kostur að þurfa að gera skriflegt samkomulag svo hægt sé að standa við hlutina.