148. löggjafarþing — 77. fundur,  12. júní 2018.

skattleysi uppbóta á lífeyri.

649. mál
[15:28]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Eins og hv. þm. Ólafur Ísleifsson nefndi áðan er þetta fyrst og fremst réttlætismál, þetta er sanngirnismál og í raun löngu tímabært að ráðast í slíkar úrbætur. Ástæða er til þess að óska hv. þm. Guðmundi Inga Kristinssyni og öðrum flutningsmönnum tillögunnar, og auðvitað þingmönnum öllum, til hamingju með að málið skuli vera að klárast á þennan hátt. Málið lýtur að hópi sem hefur verið, held ég að mér sé óhætt að segja, vanræktur allt of lengi, hópi sem hafði fengið skýr fyrirheit frá stjórnvöldum um að hlutur hans yrði réttur þegar efnahagsaðstæður leyfðu en hefur hins vegar setið eftir að allt of miklu leyti. Hér er ákveðið skref í að koma til móts við þann hóp. Vonandi er það til marks um það sem koma skal.