148. löggjafarþing — 77. fundur,  12. júní 2018.

skattleysi uppbóta á lífeyri.

649. mál
[15:36]
Horfa

Karl Gauti Hjaltason (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Takk, takk. Þakka ykkur kærlega fyrir þingheimur. Þetta er auðvitað réttlætismál fyrir þá sem verða fyrir slíkum skerðingum og skattlagningu þessara styrkja sem eru í raun útlagður kostnaður fyrir þetta fólk. En það eru nokkur skref eftir. Við eigum í fyrsta lagi eftir að samþykkja ályktunina sem liggur hér fyrir, sem ég vonast eftir miðað við flutningsmenn hennar að hljóti víðtækan stuðning. Síðan á ráðherra eftir að leggja fram umtalað frumvarp sem rætt er í ályktuninni og það á eftir að fá sína meðferð og samþykki. Þangað til bíðum við spennt. Ég vonast til að þetta verði jólagjöf Flokks fólksins til þessara aðila.