148. löggjafarþing — 77. fundur,  12. júní 2018.

skattleysi uppbóta á lífeyri.

649. mál
[15:38]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Það er nokkur dagamunur á því hversu skemmtilegt er að vera þingmaður á Alþingi, það er jafnvel munur á milli dagskrárliða hversu gaman það er. En mér sýnist að þetta mál sem við erum að fara að greiða atkvæði um sé eitt af þeim málum sem vekur manni ánægju og vekur manni trú á því að raunverulega sé hægt að ná samstöðu um góð mál á þinginu ef menn leggja sig fram. Það gefur manni líka vonir um að hægt sé að ná samstöðu um dagskrá og meðferð mála í þinginu og að menn geti lagt til hliðar ágreining sem stundum snýst um annað en efni máls eða málsmeðferðina sjálfa. Ég er til þess að gera glaður við afgreiðslu þessa máls.