148. löggjafarþing — 77. fundur,  12. júní 2018.

afgreiðsla máls frá Miðflokknum.

[15:49]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Forseti bauð upp á lengri tíma til að ræða þetta mál og reyna að finna lausn á því sem aðallega vefst fyrir mönnum, þ.e. 8. dagskrármálið. Honum var tjáð af aðstandendum málsins í upphafi þess fundar sem nú stendur eftir hlé að það hefði ekkert upp á sig. Þar af leiðandi stendur ekki annað til en að starfa samkvæmt dagskrá og þingsköpum í dag.

Forseti tekur fram að hann telur að hér sé starfað í anda þess samkomulags sem gert var um þinglok.