148. löggjafarþing — 77. fundur,  12. júní 2018.

afgreiðsla máls frá Miðflokknum.

[16:11]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M):

Herra forseti. Kannski miðar okkur eitthvað áfram. Gefum okkur að þingflokksformenn eða formenn flokka hittist og setjist niður og finni lausn á þessu máli, því að það þarf að taka samkomulagið upp og virða það. Þá þarf samt sem áður að gera hlé á þingfundi. Við erum í atkvæðagreiðslum í dag og ekki hægt að ætlast til þess að alla vega átta manns hverfi úr salnum til að ræða sig að niðurstöðu. Það má segja að forseti þingsins hafi dagskrárvaldið og ég mæli með því að hann beiti því núna.