148. löggjafarþing — 77. fundur,  12. júní 2018.

Íslandsstofa.

492. mál
[16:31]
Horfa

Inga Sæland (Flf):

Virðulegi forseti. Ég vil gjarnan taka undir mál hv. þm. Smára McCarthys þegar hann sagði að frumvarpið hafi verið í afskaplega annarlegu ástandi þegar við fengum það í hendur. Í raun var það í svo furðulegu ástandi að það var undanþegið öllum lögum í landinu nema umferðarlögum. Allar þær tillögur sem gerðar hafa verið um málið hafa verið til bóta, þó svo að mér þyki ýmislegt á skorta. Við erum öll sammála um markmið laganna, en aftur á móti sýnist sitt hverjum með það sem á eftir kemur. Þingmaðurinn segir já. Ég vildi að ég gæti sagt hér „með fyrirvara“. Ég segi samt já.