148. löggjafarþing — 77. fundur,  12. júní 2018.

Íslandsstofa.

492. mál
[16:38]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M):

Virðulegur forseti. Þótt þessi breyting sé til góðs, eins og aðrar breytingartillögur sem varða þetta mál, er þetta önnur áminning um að hægt hefði verið að gera betur og ná meiri árangri, meira af þeim árangri sem verið er að reyna að ná með breytingartillögunni, ef aðkoma atvinnurekenda hefði verið meiri eða þeim réttara sagt verið treyst fyrir stærra hlutverki. Það er svolítið skrýtið að menn skuli ekki vilja nýta í meira mæli þann kraft sem er til staðar og þá þekkingu sem er fyrir hendi á þeim sviðum. Það er nánast eins og einhver feimni sé við það sem ætti alls ekki að vera nokkur einasta feimni við, þ.e. að nýta þekkingu og krafta fólks sem starfar í þeim greinum sem þarna eru undir. En á heildina litið er þetta betra en að gera ekki þessa breytingu og því styð ég breytingartillöguna.