148. löggjafarþing — 77. fundur,  12. júní 2018.

vextir og verðtrygging.

246. mál
[18:36]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ef ég segðist vera sáttur við þessa tillögu eins og hún lítur út núna myndi ég ekki segja satt. En að sjálfsögðu teygir maður sig í ýmsar áttir til þess að samkomulag náist og til þess að hægt sé að ljúka þingi með sómasamlegum hætti.

Ég hef skilning á viðkvæmni þess fyrir ýmsa hér inni að þurfa að greiða atkvæði um frumvarp sem við Miðflokksmenn lögðum fram. Þess vegna sætti ég mig við þessi málalok. Ég fer hins vegar fram á nafnakall við þessa atkvæðagreiðslu um frávísun og ég mun að sjálfsögðu greiða atkvæði gegn henni. Ég hygg að ég geti líka lofað því að þetta er ekki síðasta málið sem hér verður fram lagt af hálfu Miðflokksins um að verðtrygging verði aflögð, annaðhvort að hluta eða að öllu leyti, og hlakka til að bera það næsta fram hér.