148. löggjafarþing — 77. fundur,  12. júní 2018.

vextir og verðtrygging.

246. mál
[18:46]
Horfa

Karl Gauti Hjaltason (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegri forseti. Við hlustum á þingmenn sem eru afskaplega ánægðir með að geta sett þetta mál til skoðunar, sett þetta í nefnd, skoðað þetta betur. Ég veit ekki betur en við séum búin að vera að tala um þetta mál lengi. Þessi þjóð er búin að tala um verðtrygginguna í áratugi. Deilt hefur verið á verðtrygginguna í áratugi. Er ekki kominn tími til að losa sig við hana? Hér er tillaga um að losa húsnæðisliðinn úr vísitölunni. Ég legg til að við samþykkjum það. Haldið þið að himinn og jörð muni farast? Þetta er mannanna verk. Afnemum þetta. Fellum frávísunartillöguna og samþykkjum tillögu Miðflokksins. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)