148. löggjafarþing — 77. fundur,  12. júní 2018.

tollalög.

581. mál
[20:34]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (V) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Mér finnst sjálfsagt að verða við ósk framsögumanns málsins frá nefndinni um að atvinnuveganefnd þingsins fundi um þetta mál. Ég bind miklar vonir við að meiri hlutinn á þingi standi við upphaflega frumvarpið þannig að meiri hluti fari ekki að seinka gildistöku málsins. Ég trúi því að enn séu nokkrar frjálslyndar eftirlegukindur í meiri hlutanum sem muni styðja að breytingartillagan verði dregin til baka og upphaflega frumvarpið látið gilda. Þess vegna styð ég eindregið ósk framsögumanns málsins og er tilbúin til að funda um málið á eftir.