148. löggjafarþing — 78. fundur,  12. júní 2018.

persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga.

622. mál
[22:43]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við erum að fara að greiða atkvæði um gríðarlega mikilvægt mál fyrir íslenskan almenning sem mun auka persónuvernd í landinu til mikilla muna. Mig langar að nota tækifærið til að þakka hv. þingmönnum í allsherjar- og menntamálanefnd, bæði í meiri hluta og minni hluta, sem hafa unnið alveg frábært starf á síðustu dögum, lagt á sig mikla vinnu, spurt gagnrýninna spurninga, hlustað eftir svörum og gert málið þannig úr garði að við getum afgreitt það núna. Og þegar líður á sumarið verðum við komin með nýja og mun betri persónuverndarlöggjöf í landinu.