148. löggjafarþing — 79. fundur,  13. júní 2018.

persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga.

622. mál
[00:23]
Horfa

dómsmálaráðherra (Sigríður Á. Andersen) (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég vil ítreka það sem ég hef áður nefnt, ég hefði svo gjarnan viljað gefa þinginu meiri tíma til að ræða þetta mikilvæga mál og er sammála hv. þingmönnum sem nefnt hafa að hér hafi verið knappur tími til að fjalla um málið. Það hefur hins vegar ekki komið í veg fyrir að lagðar hafi verið fram nokkrar breytingartillögur við frumvarpið sem samþykktar hafa verið í mikilli sátt, allt saman mjög fínar breytingartillögur. Ég vil að þessu sögðu þakka hv. allsherjar- og menntamálanefnd fyrir mjög gott samstarf um þetta mál. Við þá hv. þingmenn sem hafa mikinn áhuga á að ræða persónuverndarmál vil ég segja að menn geta átt von á fleiri málum af þeim toga strax næsta haust. Umræðu um persónuvernd er fráleitt lokið með þessu.