149. löggjafarþing — 19. fundur,  15. okt. 2018.

afhending undirskriftalista til stuðnings eldri borgurum og öryrkjum.

[15:04]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Forseti vill greina frá því að föstudaginn 12. október tók forseti á móti Erlu Magneu Alexandersdóttur og fleirum en hún er ábyrgðarmaður undirskriftasöfnunar til stuðnings eldri borgurum og öryrkjum. Afhentu þau forseta lista með 7.905 rafrænum undirskriftum undir yfirskriftinni Engan skort á efri árum. Með honum er kjörum eldri borgara og öryrkja mótmælt og farið fram á að lífeyrir verði hækkaður. Forseti þakkaði þeim fyrir að standa að þessu framtaki og kom því til skila að hann myndi vekja athygli á erindi þessu á þingfundi sem og við félags- og jafnréttismálaráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og velferðarnefnd Alþingis. Erindið hefur verið lagt fram á lestrarsal.