14.12.1978
Efri deild: 28. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 1556 í B-deild Alþingistíðinda. (1057)

97. mál, ríkisábyrgð á launum við gjaldþrot

Forsrh. (Ólafur Jóhannesson):

Herra forseti. Ég vil aðeins upplýsa að það hefur þegar verið samþ. í ríkisstj. að leggja fram frv. um ábyrgð á þeim kröfum í sambandi við gjaldþrotaskipti sem þetta frv. fjallar um. Ég hygg að upp í það frv. séu tekin efnislega öll þau atriði sem eru í þessu frv. Enn fremur hefur ríkisstj. samþ. að leggja fram frv. viðvíkjandi skiptum á dánar- og félagsbúum.

Ég geri ráð fyrir því, að þessi frv. verði lögð fram alveg næstu daga, er óhætt að segja, e.t.v. á morgun. — Þetta vildi ég einungis láta koma fram.