14.12.1978
Efri deild: 29. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 1564 í B-deild Alþingistíðinda. (1071)

109. mál, takmörkun loðnuveiða

Flm. (Ágúst Einarsson):

Herra forseti. Ég vil einungis þakka hv. alþm, góðar undirtektir undir þetta mál. — Varðandi hugmynd Gísla Halldórssonar, sem hv. þm. Stefán Jónsson nefndi, má til gamans geta þess, að þessi hugmynd er núna eiginlega framkvæmd hjá Dönum við veiðar á kolmunna. Þeir láta sérstakt skip hirða pokana þegar búið er að losa þá frá vörpunni. Þetta er sjálfsagt mál sem gæti átt framtíð fyrir sér hér, sérstaklega í sambandi við tveggja-báta-vörpuveiðarnar á kolmunna.

Ég vil einungis ítreka þakkir mínar fyrir góðar undirtektir, og það er von mín að það mál, sem þessi þáltill. fjallar um, fái farsæla lausn.