14.12.1978
Neðri deild: 33. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 1573 í B-deild Alþingistíðinda. (1091)

117. mál, aflatryggingasjóður sjávarútvegsins

Frsm. (Sighvatur Björgvinsson):

Herra forseti. Sjútvn. Nd. hefur haft til meðferðar frv. á þskj. 134 um breyt. á l. nr. 80 frá 1971, um Aflatryggingasjóð sjávarútvegsins. Flm. frv. eru hv. þm. Matthías Bjarnason, Jón Baldvin Hannibalsson, Kjartan Ólafsson, Páll Pétursson og Lárus Jónsson. N. leitaði umsagnar framkvæmdastjóra Aflatryggingasjóðs sjávarútvegsins um þetta mál, og þar kemur fram að hann er persónulega meðmæltur því, að þetta frv. verði afgreitt og sú breyting gerð á lögum um Aflatryggingasjóð sjávarútvegsins sem þar er lagt til, að gerð verði.

Sjútvn. leggur til að frv. verði samþ.