15.12.1978
Efri deild: 31. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 1585 í B-deild Alþingistíðinda. (1106)

23. mál, tímabundið vörugjald

Frsm. meiri hl. (Jón Helgason):

Herra forseti. Frv. það, sem hér um ræðir, er flutt til staðfestingar á brbl. sem gefin voru út hinn 1. júní s.l. um sérstakt tímabundið vörugjald.

Fjh.- og viðskn. varð ekki sammála um afgreiðslu þessa máls. Meiri hl. n. lagði fram brtt. við það, sem er á þá leið að frá 1. jan. 1979 til 31. des. það ár skuli vörugjald af vörum, sem taldar eru upp í a-lið þessa frv., hækka úr 16% í 18%. Með þessari hækkun er gert ráð fyrir að ríkissjóði verði að nokkru bættur sá tekjumissir sem hann verður fyrir vegna þeirra tollalækkana sem ganga í gildi nú um n.k. áramót, eða um hálfa þá upphæð.

Ég vil taka það fram, að núgildandi ákvæði um vörugjald er einnig að finna í brbl. frá því í byrjun sept. þessa árs og þau eru í frv. til l. um kjaramát, sem mun verið af afgreiða frá hv. Nd. En það leiðir af þeirri breyt., sem felst í brtt. meiri hl. fjh.- og viðskn. þessarar d., að V. kafli kjaramálalaganna verður felldur brott ef þessi brtt. verður samþykkt.

Fjarverandi afgreiðslu málsins var Geir Gunnarsson. Frsm. minni hl.