15.12.1978
Neðri deild: 34. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 1604 í B-deild Alþingistíðinda. (1156)

Umræður utan dagskrár

Geir Hallgrímsson:

Herra forseti. Aðeins stutt aths. Hæstv. forsrh. og formaður þingflokks Alþfl., hv. þm. Sighvatur Björgvinsson, hafa svarað fsp. mínum. Ég vil að það komi skýrt fram, áður en þessum umr. utan dagskrár lýkur, að af svörum þeirra má ráða sitt hvað. Hæstv. forsrh. segir: Frv. Alþfl. um jafnvægi í efnahagsmálum verður ekki afgreitt áður en gengið er frá samþykkt fjárlagafrv. — Af orðum formanns þingflokks Alþfl. má ráða: Alþfl. stendur ekki að samþykkt fjárlagafrv. nema samhliða sé afgreitt hans eigið frv. — Nú skulum við hv. þm. fylgjast með hver framvindan verður. En á meðan hrannast vandamálin óleyst upp án þess að stjórnvöld hafi nokkurt ráð þeim til lausnar.