18.12.1978
Efri deild: 34. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 1690 í B-deild Alþingistíðinda. (1206)

23. mál, tímabundið vörugjald

Frsm. minni hl. (Eyjólfur K. Jónsson):

Herra forseti. Tilefni þess, að ég kveð mér hljóðs, er þessi brtt. og ummæli hæstv. menntmrh. í þessari hv. d. nú fyrir helgina. Leyfi ég mér að spyrja forseta, hvort hann vilji ekki hlutast til um að ráðh. sé viðstaddur umr., en hann gekk úr salnum. (Forseti: Ráðh. gengur í salinn.)

Eins og hv. dm. er kunnugt, vakti hæstv. menntmrh. á því athygli við umr. fyrir helgina, að óeðlilegt væri að leggja svo há gjöld á ýmis hljóðfæri. Af því tilefni höfum við þm. Sjálfstfl. flutt brtt, um það, að vörugjald leggist ekki á hljóðfæri, og veitti forseti frest til þess að vinna þessa till., en það þurfti að finna þessi númer. Hef ég notið aðstoðar sérfræðinga í fjmrn. við það og óskaði eftir því að þeir fyndu út öll hljóðfæri, allt frá flygjum og niður í hrossabrest. Ég er ekki alveg viss um að hrossabresturinn sé hér með, en ég held að tekin séu hljóðfærin nokkurn veginn í heild. En mér er sagt að þetta muni skerða tekjur ríkissjóðs nálægt 100 millj. kr.