18.12.1978
Neðri deild: 35. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 1715 í B-deild Alþingistíðinda. (1236)

138. mál, skattur á skrifstofu- og verslunarhúsnæði

Albert Guðmundsson:

Herra forseti. Í framhaldi af þeim upplýsingum sem fram komu hjá hv. 7. þm. Reykv. um að einn af stuðningsflokkum stjórnarinnar óski eftir því, að afgreiðslu á fjárl. verði frestað og frekari umr. þangað til hinir stjórnarflokkarnir hafa tekið afstöðu til samþykktar flokksþings Alþfl., þá vil ég taka undir þann málflutning hv. 7. þm. Reykv. Ég sé ekki að hægt sé að komast að nokkrum niðurstöðum um fjárlög fyrr en afstaðan er ljós til samþykktar flokksstjórnar Alþfl. og allar umr. um fjárl. óþarfar þar til sú niðurstaða liggur fyrir.