10.10.1978
Sameinað þing: 1. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 8 í B-deild Alþingistíðinda. (13)

Kosning til efri deildar

Forseti (Gils Guðmundsson):

Þessu næst fer fram kosning til efri deildar Alþingis og til glöggvunar vil ég leyfa mér að lesa upp 6. gr. þingskapa sem fjallar um kosningu eða e.t.v. öllu heldur val til Ed. Alþingis. 6. gr. hljóðar þannig:

„Eftir kosningar þær, sem um ræðir í 3. og 4. gr., skal velja til Ed. þá tölu þm., er þar skulu eiga sæti. Skal hverjum þingflokki skylt að tilnefna á lista þá tölu þm. sinna, er honum ber í hlutfalli við atkvæðamagn hans í Sþ. Ef tveir eða fleiri þingflokkar hafa með sér bandalag um kjör til Ed., eða þingflokkur (eða flokkar) og menn utan flokka, skal talan á listanum miðuð við samanlagt atkvæðamagn bandalagsins.

Ef atkvæðamagn tveggja eða fleiri kjöraðila er jafnt við kosningu síðasta manns til Ed., skal hvor (hver) þeirra tilnefna mann í vafasætið, en hlutkesti ráða úrslitum.

Nú skýtur einhver kjöraðili sér undan skyldu um tilnefningu til Ed., og tilnefnir forseti þá þingmann eða þingmenn úr þeim flokki eða bandalagi í réttu hlutfalli við atkvæðamagn. Ef þá er vafi um eitt sæti, skal hlutkesti ráða. Forseti tilkynnir síðan, hverjir þm. þannig hafa verið tilnefndir og teljast þeir rétt kjörnir eða skipaðir til Ed.

Hlutfallskosning var viðhöfð, og komu fram tveir listar. Á A-lista voru RA, BrS, ÓlJ, StJ, BJ, AS, GeirG, KSG, JH, HFS, BN, VH, ÓRG, KJ; á B-lista ÞK, JGS, OÓ, RH, GK, EKJ, FrS.