10.10.1978
Sameinað þing: 1. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 8 í B-deild Alþingistíðinda. (14)

Kosning til efri deildar

Forseti (Gils Guðmundsson):

Á A-lista eru 14 nöfn og á B-lista eru 7 nöfn, samtals einu nafni fleira en velja ber til Ed. Í fullu samræmi við það ákvæði 6. gr. þingskapa, sem hér um fjallar, verður því í þessu tilviki að fara fram hlutkesti milli manna sem eru síðastir á hvorum lista um sig, þ.e.a.s. á milli Kjartans Jóhannssonar og Friðriks Sophussonar. Ég hygg að í slíkum tilfellum hafi sá háttur verið hafður á að biðja viðkomandi hv. alþm. að koma hér upp og draga kúlu úr þessum kassa. Á þessum kúlum eru númer jafnmörg og alþm. eru og sá, sem dregur hærra númerið, verður aðlaður og fluttur í lávarðadeild, efri deild Alþingis.

Hlutkesti fór þannig að Kjartan Jóhannsson dró 57, en Friðrik Sophusson 38. Samkv. því lýsti forseti yfir að rétt væru kjörnir til Ed.:

Ragnar Arnalds, Bragi Sigurjónsson,

Þorv. Garðar Kristjánsson,

Ólafur Jóhannesson,

Stefán Jónsson,

Jón G. Sólnes,

Björn Jónsson,

Alexander Stefánsson,

Oddur Ólafsson,

Geir Gunnarsson,

Karl Steinar Guðnason,

Ragnhildur Helgadóttir,

Jón Helgason,

Helgi F. Seljan,

Guðmundur Karlsson,

Bragi Níelsson,

Vilhjálmur Hjálmarsson,

Eyjólfur K. Jónsson,

Ólafur Ragnar Grímsson,

Kjartan Jóhannsson.