21.12.1978
Neðri deild: 40. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 1854 í B-deild Alþingistíðinda. (1486)

Umræður utan dagskrár

Lárus Jónsson:

Herra forseti. Aðeins örstutt aths. út af þessari yfirlýsingu hæstv. utanrrh. Við minnihlutamenn í fjvn. höfum ekki enn fengið upplýsingar um þann niðurskurð sem fram kemur í þessu máli. Hér er talið að við 2. umr, hafi verið skornar niður 1800 millj. af ríkisútgjöldum (Gripið fram í: Eftir 2. umr.) Við 2. umr., sagði hæstv. utanrrh. Eftir 2. umr. voru skornar niður 800 millj. eftir því sem við fengum upplýsingar um í fjvn. í gær. (Gripið fram í.) Það leiðréttist þá ef þetta er ekki rétt. Það voru 500 millj. sem voru skornar þann veg niður, að hæstv. ráðh. voru látnir skera niður 100 millj. hver, 5 samtals, og það gerir 500 millj. og síðan voru. skornar nokkur hundruð millj. (Gripið fram í: Eru þeir ekki 9, ráðh.?) Jú, þeir eru 9, en þeir voru bara látnir skera niður 5 og síðan voru skornar niður 200–300 millj. í viðbót. Þetta eru þær upplýsingar sem við höfum í minni hl. fjvn. En það verður fundur í dag í fjvn., að mér skilst, og fjárlagaumr. á að fara fram í kvöld. Það kann að vera að hæstv. ráðh. hafi fundið einn milljarð í viðbót til þess að skera niður. Þó er mér það til efs, nema þá e.t.v. þann veg, að þeir hugsi sér að draga úr niðurgreiðslum um einn milljarð í viðbót við það sem frv. gerir ráð fyrir að þeir geri, en þar er gert ráð fyrir að draga úr niðurgreiðslum um 2800 millj.

En það, sem ég vildi upplýsa hér, var að það er alrangt, sem kemur fram í máli hæstv, utanrrh., að það sé stefnt að því, að ríkisútgjöldin verði innan við 30% af þjóðarframleiðslu á næsta ári. Þjóðhagsstjóri kom á fund fjvn. á mánudagskvöld og þá upplýsti hann, að tekjur þær, sem innheimtar yrðu af fólki, yrðu 31.5% af þjóðarframleiðslu, hvort tveggja metið á sama verðlagi, þ.e.a.s. þjóðarframleiðslan er 663 milljarðar kr. metin á desemberverðlagi, og það munu vera 31.5% af þeim tekjum sem ætlað er að ná í ríkissjóð. Hins vegar er hægt að halda því fram, að útgjöldin séu á pappírnum minni en tekjurnar, en svo er ekki og auðvelt að sýna fram á að greiðsluhalli mun verða á fjárl. fyrir árið 1979 eins og dæmið stendur nú. Það er þess vegna um að ræða að verið er að þenja út ríkiskerfið, úr því að það voru 27–28% af þjóðarframleiðslu fyrir tveimur árum en hækkar nú í 31.5%.