21.12.1978
Neðri deild: 40. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 1855 í B-deild Alþingistíðinda. (1487)

Umræður utan dagskrár

Fjmrh. (Tómas Árnason):

Herra forseti. Í tilefni af þessum umr. verð ég að skýra frá því, að það var gerð samþykkt í ríkisstj. um lækkun á ríkisútgjöldum. Ég sé ástæðu til að lesa þessa samþykkt. Hún er á þessa leið:

Ríkisstj. samþykkir að lækka ríkisútgjöld á árinu 1979 um allt að 1 milljarð kr. til þess að endanleg framkvæmd fjárl. verði í samræmi við þau markmið sem sett eru fram í 1. gr. fjárlagafrv. Ákvarðanir um framkvæmd þessarar samþykktar verði teknar þegar að loknu jólaleyfi.“

Ég vil taka það fram í tilefni af þessari samþykkt, að ég mun ganga mjög ríkt eftir því, að hún verði framkvæmd, og ég mun gera Alþ. grein fyrir því, hvernig sú framkvæmd verður, væntanlega þegar það kemur saman að loknu jólaleyfi.