10.10.1978
Sameinað þing: 1. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 9 í B-deild Alþingistíðinda. (15)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Forseti (Gils Guðmundsson):

Mér hefur borist svo hljóðandi bréf:

„Reykjavík, 10. okt. 1978.

Þar sem Björn Jónsson, 1. landsk. þm., getur ekki sótt þingfundi næstu vikur vegna veikinda, leyfi ég mér samkv. beiðni hans og með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis að fara þess á leit, að 1. varamaður landskjörinna þingmanna Alþfl., Ágúst Einarsson útgerðarmaður, taki sæti á Alþingi í forföllum hans.

Sighvatur Björgvinsson,

formaður þingflokks Alþfl.

Til forseta Sþ.“

Mér hefur einnig borist svo hljóðandi bréf:

„Samkv. beiðni Lárusar Jónssonar, 6. þm. Norðurl. e., sem nú er á förum til útlanda í opinberum erindum, leyfi ég mér með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess, að 1. varamaður hans, Halldór Blöndal skrifstofumaður, taki á meðan sæti hans á Alþingi.

Virðingarfyllst,

Þorv. Garðar Kristjánsson,

ritari þingflokks Sjálfstfl.

Til forseta Sþ.“

Kjörbréf þessara tveggja hv. varaþm. hafa að sjálfsögðu ekki verið könnuð og verður þeim nú vísað til hinnar nýkjörnu kjörbréfanefndar. [Fundarhlé.]