21.12.1978
Sameinað þing: 40. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 1921 í B-deild Alþingistíðinda. (1621)

54. mál, fjárlög 1979

Frsm. meiri hl. (Geir Gunnarsson):

Herra forseti. Síðan 2. umr. um fjárlagafrv. lauk hefur fjvn. haft frv. til umfjöllunar og rætt á nokkrum fundum þau málefni sem látin voru bíða 3. umr. Eins og kunnugt er hafa verið til afgreiðslu hér á hv. Alþ. frv. sem varða teknahlið fjárlagafrv., og á fund fjvn. s.l. mánudagskvöld kom forstöðumaður Þjóðhagsstofnunar og fulltrúi hans og gerðu n. grein fyrir endurskoðun tekjuáætlunar fjárlagafrv. fyrir árið 1979, þar sem lögð eru til grundvallar þau frv. til tekjuöflunar sem verið hafa til meðferðar á Alþ. og meiri hl. fjvn. tók fram í nál. fyrir 2. umr. að lögð verði til grundvallar till. hans við 3. umr. um tekjuhlið væntanlegra fjárl. fyrir næsta ár. En í grg. Þjóðhagsstofnunar segir m.a. svo um þjóðhagsforsendur 1979, með leyfi hæstv. forseta:

„Forsendur um vöxt þjóðarframleiðslu og tekna og breytingar þjóðarútgjalda á næsta ári eru í aðalatriðum óbreyttar frá fjárlagafrv. Um nánari atriði í þessum efnum vísast til rits Þjóðhagsstofnunar, Úr Þjóðarbúskapnum, nr. 9 5. des. 1978, en þar kemur fram, að reiknað er með 1–1.5% aukningu þjóðarframleiðslu og tekna á árinu 1979, en um 1% aukningu almennra þjóðarútgjalda og svipaðri aukningu innflutnings að magni. Á þessum forsendum yrði ekki halli á viðskiptum við útlönd á næsta ári.“

Breytingar á tekjuhlið fjárlagafrv. vegna lögfestingar þeirra frv., sem varða tekjuhlið fjárlagafrv. og til umr. hafa verið hér á hv. Alþ., eru í stórum dráttum þessar:

Í stað eignarskattsauka í brbl. hækkar eignarskattshlutfall einstaklinga úr 0.8°/, í 1.2% og félaga úr 0.8% í 1.6% og verða ekki breytingar á tekjum ríkissjóðs af þessum sökum.

Í stað atvinnurekstrarskatts í 10. gr. brbl. kemur afnám verðstuðulsfyrninga, afnám flýtifyrningar á fasteignum og lækkun flýtifyrningahlutfalls úr 30% í 10%. Þessar ráðstafanir auka tekjur ríkissjóðs um 400 millj.

Hátekjuskattur samkv. 9. gr. brbl, fellur niður, en tekjur af honum voru áætlaðar 600 millj. kr. Skattvísitala hækkar úr 143 stigum í 150 stig miðað við 100 stig 1978. Skattalækkun af þeim ástæðum miðað við fjárlagafrv. nemur 2500 millj.

Sjúkratryggingagjald, 2%, breytist í tvö þrep, 1.5% og 2% auk þess sem heimilað verður að ónotaður persónuafsláttur megi ganga til greiðslu sjúkratryggingagjalds. Þessar breytingar varðandi sjúkratryggingagjald valda lækkun þess á næsta ári um 1450 millj. kr.

Í sjötta lagi er skyldusparnaði einstaklinga breytt í 50% skattþrep, en það eykur tekjur ríkissjóðs um 1850 millj.

Í sjöunda lagi kemur hækkun skattahlutfalls félaga úr 53% í 65% í stað skyldusparnaðar félaga sem fellur niður. Tekjuskattsauki ríkissjóðs nemur 1200 millj. kr.

Í áttunda lagi eykur hækkun á mati á eigin húsaleigu til tekjuskatts tekjur ríkissjóðs um 800 millj. kr.

Í níunda lagi er vörugjald hækkað úr 16% í 18% og nemur hækkun tekna ríkissjóðs af þessari breytingu 1150 millj. kr.

Í tíunda lagi er lagt sérstakt nýbyggingagjald á húsbyggingar aðrar en íbúðarhúsnæði. Sá skattur nemur 300 millj. kr.

Í ellefta lagi er skattur á skrifstofu- og verslunarhúsnæði, 1.4% af fasteignamati, sem eykur tekjur ríkissjóðs á næsta ári um 550 millj. kr.

Í tólfta lagi nemur hækkun flugvallagjalds 350 millj. kr.

Heildarhækkun á tekjuhlið fjárlagafrv. af þessum ákvörðunum nemur 2050 millj. kr.

Á grundvelli þeirra breytinga, sem felast í þeim frumvörpum sem fyrir Alþ. hafa legið og varða tekjuhlið frv., svo og með hliðsjón af áætlun Þjóðhagsstofnunar um aðra tekjuliði flytur meiri hl. n. á þskj. 271 brtt. við tekjuhlið frv. Auk þess sem hér hefur verið getið og varðar breytingar á beinum sköttum er þess að geta, að í brtt. um tekjuhlið frv. er gert ráð fyrir lækkun innheimtra gjalda af innflutningi um 1113 millj. kr. frá áætlun í fjárlagafrv., en um þessa breytingu segir m.a. svo í forsendum Þjóðhagsstofnunar fyrir endurskoðun tekjuáætlunar, með leyfi hæstv. forseta:

„Endurskoðuð áætlun fyrir árið 1979 skilar hins vegar minni tekjum en gert var ráð fyrir í frv, þrátt fyrir nokkru hærra verð á erlendum gjaldeyri. Þetta stafar fyrst og fremst af því, að áhrif tollabreytinga um áramót eru nú talin meiri en áður í samræmi við nýja athugun á líklegum áhrifum þeirra á næsta ári og áhrifum tollbreytinga undangengin ár. Í heild er tollhlutfall innflutnings án bíla og olíu talið lækka úr 12.5% í ár í 11% á næsta ári, en það hefur í för með sér 2.5 milljarða kr. tekjutap á desemberverðlagi, þar af e.t.v. um 400–500 millj. kr. vegna tollalækkana gagnvart löndum utan EFTA og EBE. Í áætlun fjárlagafrv. var samsvarandi tolltekjutap ríkissjóðs vegna lækkunar tollhlutfalls 1979 talið 1600–1700 millj. kr. Þá má nefna sem skýringu á lækkun aðflutningsgjalda í áætlun, að nú er reiknað með töluvert meiri olíuinnflutningi en áður og stofn almennra aðflutningsgjalda er því lægri sem þessu nemur. Loks má nefna að með hliðsjón af bílainnflutningi á þessu ári og hugmyndum um næsta ár er reiknað með að hlutfall tolla og leyfisgjalda af innflutningi bíla lækki heldur, og raunar hefur leyfisgjaldahlutfall farið lækkandi að undanförnu, sem stafar af breytingu á samsetningu bílainnflutnings.

Innheimta almennra aðflutningsgjalda er nú áætluð 29.3 milljarðar kr. eða einum milljarði minni en í frv.áætlun. Við áætlun um innheimtu bensíngjalds og gúmmígjalds er gert ráð fyrir að frá 1. jan. 1979 verði bensíngjald hækkað úr 48.40 kr. í 59 kr. samkv. gildandi heimildum, en síðan er ekki gert ráð fyrir frekari hækkun. Innflutningsgjald af bílum hefur við endurskoðun tekjuáætlunar verið lækkað um 100 millj, kr. vegna lækkandi gjaldhlutfalls. Tekjur af jöfnunargjaldi eru áætlaðar um 1000 millj. kr. á næsta ári. Heildarinnheimta gjalda af innflutningi er nú áætluð 42.5 milljarðar samanborið við 43.6 milljarða í frv. og nemur lækkunin 1113 millj. kr.“

Til þess að mæta útgjaldaaukningu vegna þeirra brtt. fjvn., sem samþykktar voru við 2. umr., og þeirra útgjaldatill., sem meiri hl. fjvn. flytur við þessa umr., en tryggja jafnframt það markmið fjárlagaafgreiðslunnar, að ríkissjóður verði rekinn greiðsluhallalaust í 16 mánuði frá því að núv, ríkisstj. tók við völdum, jafnframt því sem væntanlega verður verulega greidd niður skuld ríkissjóðs við Seðlabankann, flytur meiri hl. fjvn. á þskj. 271 ýmsar till. um lækkun útgjaldahliðar svo og till. um heimildarákvæði í 6. gr., þar sem ríkisstj. verður heimilað að lækka ríkisútgjöld á árinu 1979 um allt að 1000 millj. kr. Brtt. meiri hl. n. til lækkunar útgjaldaliða eru þessar:

Lagt er til að liðurinn Uppbætur á lífeyri lækki úr 3 milljörðum 585 millj. 39 þús. kr. í 3 milljarða 351 millj. 39 þús. eða um 234 millj. kr., en eins og fram kemur í grg. fjárlagafrv, er í heildarútgjaldatölunni innifalin greiðsla á eftirstöðvum af uppbótum á lífeyri 468 millj. 545 þús. kr. Er með till. þessari gert ráð fyrir að greiðslu eftirstöðvanna verði skipt á tvö ár.

Þá er á sama hátt lagt til að greiðsla á halla Vátryggingasjóðs fiskiskipa eftir eldra kerfi verði skipt á tvö ár í stað þess að greiða hann allan á næsta ári, eins og gert var ráð fyrir í fjárlagafrv., og þá lækki liðurinn Vátryggingarsjóður fiskiskipa um 68 millj. kr. Enn fremur er á þskj. 271 lagt til, að liðurinn Verðuppbætur á línufisk lækki úr 80 millj. kr. í 40 millj.

Hjá menntmrn. er lagt til að liðurinn grunnskólar almennt, viðfangsefni: Laun kennara sem orlof fá, lækki um 60 millj. kr. Þessi laun verða þá greidd af skólunum sjálfum, en ætlunin er að spara á öðrum liðum skólahalds um 5–10 millj. kr. í hverju fræðsluumdæmi, ámóta upphæð og orlof kennara í viðkomandi fræðsluumdæmi nemur og fjárhæðir vegna orlofsins verði þá ekki lengur greiddar af liðnum Grunnskólar, eins og verið hefur, að því er nemur þessum 60 millj.

Hjá sjútvrn, er lagt til að fjárlagaliðurinn Hafrannsóknastofnun, Baldur, rannsóknaskip, lækki um 100 millj. kr, í 222 millj. 530 þús., þ.e.a.s. laun um 20 millj., önnur rekstrargjöld um 60 millj. og viðhald um 20 millj., en þetta skip hefur ekki enn þá verið tekið í notkun.

Hjá dóms- og kirkjumálarn. er lagt til að lækkaðir verði eftirtaldir liðir hjá Landhelgisgæslu: Ægir lækki um 16 millj., Óðinn um 15 millj., Þór um 14 millj. og Árvakur um 85 millj. Er þá gert ráð fyrir að kostnaður vegna þriggja fyrst töldu skipanna lækki með þeim hætti, að ekki verði ráðnar skiptiáhafnir vegna fría, en enn meir verði dregið úr rekstri hjá Árvakri. Þessar lækkanir hjá Landhelgisgæslu nema samtals 130 millj. kr. Á hinn bóginn er gerð till. um að hjá dómsmrn. hækki liðurinn Bygging lögreglustöðvar um 10 millj. kr. vegna innréttingar á matstofu, svo að unnt verði að uppfylla ákvæði í kjarasamningum starfsmanna um mötuneytisþjónustu. Einnig er lagt til að framlag til Rannsóknarlögreglu ríkisins hækki um 10 millj. kr. vegna aukinna starfa við bókhaldsrannsóknir.

Þá er gerð till. um að liðurinn Ýmis löggæslukostnaður, lögreglubifreiðar, hækki um 10 millj. kr., en þó verði ekki um greiðslu þessarar upphæðar að ræða fyrr en séð verði í árslok, að um fyrirhugaðan sparnað hafi verið að ræða í samræmi við það sem hér er lagt til.

Hjá heilbr.- og trmrn. er lagt til að úfgjöld til lífeyristrygginga almannatrygginga lækki um 100 millj. kr. Er það í samræmi við breyttan verðgrundvöll frá því sem áætlað var í fjárlagafrv., en þar var gert ráð fyrir að hækkun verðbótavísitölu 1. des. yrði 71/2% í stað 6.12% sem raun varð á.

Hjá samgrn. er lagt til að liðurinn Ferðamál, þ.e.a.s. Ferðamálaráð, lækki um 28 millj. 840 þús., þ.e.a.s. laun um 22 millj. 619 þús. og önnur rekstrargjöld um 6 millj. 221 þús. Á hinn bóginn er svo lagt til að í B-hluta komi Ferðamálaráð sem sérstakur liður og tekjur þess frá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli verði skertar um 15.4 millj., þ.e.a.s. um 10%, á árinu 1979.

Hjá forsrn. er lagt til að útgjöld hjá embætti Húsameistara ríkisins verði lækkuð um 20 millj. 275 þús. kr. Annars vegar er um að ræða tvær stöður sem felld er niður fjárveiting til, en þær hafa ekki verið setnar, og hins vegar er um að ræða leiðréttingu á vanáætlun tekna um 12.5 millj. kr.

Hjá iðnrn. er lagt til að eftirtaldir fjárlagaliðir lækki: Hjá Iðntæknistofnun Íslands, önnur rekstrargjöld um 10 millj. og gjaldfærður stofnkostnaður um 5 millj. Hjá Orkustofnun er gert ráð fyrir sparnaði á öðrum rekstrargjöldum um 50 millj. Hjá Rafmagnseftirliti ríkisins lækki önnur rekstrargjöld um 10 millj. og gjaldfærður stofnkostnaður um 5 millj. Og hjá Orkusjóði lækki lán til hitaveituframkvæmda um 20 millj, kr.

Kem ég þá að till. meiri hl. fjvn. um hækkanir á útgjaldaliðum.

Lagt er til, að liðurinn Þjóðgarðurinn á Þingvöllum og Þingvallanefnd hækki um 4 millj. 250 þús. kr. Er í fyrsta lagi um að ræða leiðréttingu frá frv. um 3 millj. og hækkun á framlagi til líffræðirannsókna í Þingvallavatni um 2.5 millj., en sá kostnaður er að hálfu leyti endurgreiddur frá Landsvirkjun. Verður heildarhækkun liðarins þá 4 millj. 250 þús. kr.

Þá var einnig eftir að afgreiða framlög ríkisins til stofnkostnaðar menntaskóla og er lagt til að framlag til Menntaskólans á Ísafirði hækki um 40 millj. kr. og til Menntaskóla á Austurlandi um 40 millj. Till. er gerð um hækkun liðarins Jöfnun námskostnaðar um 15 millj. kr. Gerð er till. um að liðurinn Fullorðinsfræðsla, Bréfaskólinn, hækki um 2 millj. kr.

Þá er á þskj. 271 till. um að verja 12 millj. kr. til að koma fyrir lyftu í Þjóðminjasafni. Er þar fyrst og fremst um að ræða bætta aðstöðu fyrir fatlaða.

Lagt er til að framlag til listasafna hækki úr 4 millj. kr. í 6 millj. Er sú hækkun ætluð Listasafni Alþýðusambands Íslands.

Þá gerir meiri hl. fjvn. till. um 3 millj. kr. framlag til þess að tryggja forseta FIDE húsnæði og aðstöðu vegna embættis síns.

Enn fremur leggur meiri hl. fjvn. til að liðurinn Aðstoð við þróunarlönd hækki um 31 millj. kr., þar af 11 millj. vegna Grænhöfðaeyja, og nemur þá Aðstoð við þróunarlöndin alls 71 millj. kr.

Flutt er till. um stofnkostnaðarframlag til fjögurra tónlistarskóla, samtals 2 millj.: Hellissandur 400 þús., Seyðisfjörður 400 þús., Eskifjörður og Reyðarfjörður sameiginlega 800 þús. og Garðabær 400 þús. kr.

Einnig flytur meiri hl. fjvn. till. um að til eftirmenntunar réttindalausra kennara verði varið 10 millj. kr.

Þá er lagt til að útgjöld til Rannsóknastofnunar landbúnaðarins hækki um 4 millj. 43 þús. kr. vegna launa starfsmanns við fæðurannsóknir.

Þá flytur meiri hl. n. till. um að liðurinn Stofnanir afbrigðilegra barna hækki um 34 millj. kr., en hér er um að ræða launagreiðslur til starfsfólks sem þegar starfar við þessar stofnanir.

Lagt er til að liðurinn Styrktarsjóður fatlaðra hækki úr 3.5 millj. kr. í 7 millj. kr. í samræmi við þegar samþykktar till. um breytingar á framlögum til hliðstæðra aðila. Enn fremur hækki liðurinn Vegna tjóns á náttúruhamförum í Norður-Þingeyjarsýslu um 3.5 millj. kr. í 12 millj.

Á þskj. 271 eru fluttar till. um breytingar á liðnum Vinnumál og eru þær eftirfarandi: Stuðningur við samtök vinnumarkaðarins vegna hagræðingarstarfsemi hækki um 20 millj., en niður falli sem sérstakur liður Kaupmannasamtökin vegna hagræðingarstarfsemi 3 millj. kr. Liðurinn Bygging orlofsheimila verkalýðssamtakanna hækki um 38 millj. kr. í 48 millj. Liðurinn til Alþýðusambands Íslands vegna Menningar- og fræðslusambands alþýðu hækki um 16.5 millj. í 20 millj. Liðurinn Til Félagsmálaskóla alþýðu heiti: Til Félagsmálaskóla alþýðu, BSRB og fræðslumála sjómanna og hækki um 27 millj. kr. í 30 millj. Þá er lagt til að við liðinn Hagdeildir Alþýðusambands Íslands, Vinnuveitendasambands Íslands og Vinnumálasambands samvinnufélaganna bætist í texta: BSRB og BHM og framlag hækki um 22 millj. kr. í 27 millj. Og gerð er till. um að við bætist nýr liður: Til Alþýðusambands Íslands vegna orlofsmála 5 millj. kr.

Þá leggur meiri hl. n. til að 20 millj. kr. verði veittar vegna kostnaðar við heyrnar- og talmeinastöð, en samkv. lögum, sem sett voru á síðasta Alþ., á ríkissjóður að kosta þessa starfsemi.

Þá leggur meiri hl. n. til að styrkur til Samtaka áhugamanna um áfengisbölið verði hækkaður um 3 millj, kr. í 6 millj.

Þá er till. um að framlag til Hjartaverndar hækki um 15 millj. kr., en þar er um að ræða framlag til þess að stofnunin geti annast sérstaklega skoðanir á ákveðnum starfsstéttum sem sérstök þörf er talin á að fái slíka skoðun sem þátt í heilsufarseftirliti.

Þá er lagt til, að liðurinn Til blaðanna samkv. nánari ákvörðun ríkisstj. að fengnum till. stjórnskipaðrar nefndar hækki um 20 millj. kr.

Þá leggur meiri hl. fjvn. til að á liðnum Vegagerð hækki undirliðurinn Til einstaklinga og samtaka um 1 millj. í 6 millj., en fjvn. hefur skipt þessum lið sem er styrkur til aðila til að halda uppi gistingu og byggð.

Lagt er til að liðurinn Landshöfn Keflavík-Njarðvík, framkvæmdir, hækki um 50 millj, í 100 millj., en hér er um lánsfjármagnaða framkvæmd að ræða eins og í frv. er gert ráð fyrir varðandi þá upphæð sem veitt er.

Þá leggur meiri hl, fjvn. til að liðurinn Styrkur vegna olíunotkunar til húsahitunar hækki um 230 millj. kr. í 910 millj. og liðurinn Styrktarfé og ýmis eftirlaun hækki úr 34 millj. 420 þús. í 48 millj. 460 þús., en sundurliðun fylgir í sérstöku yfirliti á þskj. 271.

Við 6. gr. frv. flytur meiri hl. fjvn. á þskj. 292 till. um eftirfarandi nýja liði, þ.e. heimildir ríkisstj.: Að lækka ríkisútgjöld á árinu 1979 um allt að 1000 millj. kr. — Að breyta fjárhæðum til rekstrar- og fjárfestingarútgjalda sem fjármagnaðar eru með lánsfé í samræmi við lánsfjáráætlun ríkisstj. fyrir árið 1979, þegar hún hefur verið afgreidd af Alþingi. — Að fresta ákvörðun um heimild til erlendrar lántöku og ríkisábyrgða þar til lánsfjáráætlun fyrir árið 1979 hefur verið afgreidd. — Að selja 3., 4. og 5. hæð húseignarinnar nr. 166 við Laugaveg. — Að kaupa húsnæði fyrir starfsemi menntmrn. — Að selja hluta ríkissjóðs í húseigninni Blátún, Eyrarbakka. — Að selja húseignina nr. 2 við Merkurstein, Eyrarbakka. — Að festa kaup á húsnæði fyrir borgardómara- og borgarfógetaembættið í Reykjavík. — Að kaupa að hluta hlutafjáreign Steindórs Jónssonar í flóabátnum Drangi hf. í réttu hlutfalli við núverandi hlutafjáreign í félaginu. — Að taka lán allt að 50 millj. kr. til þess að greiða undirbúningskostnað vegna smíði strandferðaskipa. — Að fella niður aðflutningsgjöld og söluskatt af tækjum og búnaði fyrir tilraunaverksmiðjur Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins. — Að endurgreiða söluskatt af kirkjuorgeli sem keypt hefur verið fyrir Kálfholtskirkju í Kirkjuhvolssókn og Egilsstaðakirkju. — Að endurgreiða aðflutningsgjöld og söluskatt af efni til dísilstöðvar, aðveitustöðvar og orkuflutningsveitu fyrir Vestmannaeyjakaupstað. — Að endurgreiða aðflutningsgjöld af snjóbifreið, sem Seyðisfjarðarkaupstaður hefur fest kaup á. — Að ábyrgjast lán vegna Hríseyjarferju allt að 19 millj. kr. — Að bæta tjón og greiða kostnað við varnir vegna búfjársjúkdóma og taka til þess nauðsynleg lán. — Að greiða kostnað við störf n. sem skipuð verður til framkvæmda því ákvæði í samstarfsyfirlýsingu ríkisstj. „að afla gagna og eiga víðræður við erlenda og innlenda aðila til undirbúnings álitsgerðar um öryggismál íslenska lýðveldisins.“ — Að festa kaup á þeim hluta Nesstofu, sem er í einkaeign, ásamt hæfilegri lóð. — Að festa kaup á fasteigninni Lyngás 7–9 í Garðakaupstað til skólahalds. — Að fella niður eða endurgreiða aðflutningsgjöld og söluskatt af efni, vélum og tækjum til mengunarvarna, sem sett eru upp að kröfu Heilbrigðiseftirlits ríkisins. Fjmrn. setur nánari reglur um framkvæmd undanþágu þessarar.

Þá flytur meiri hl. n. brtt. við 7. gr. frv., svo hljóðandi: Skattvísitala árið 1979 skal vera 320 stig miðað við 100 stig 1975. — Það jafngildir 150 stigum miðað við árið 1978.

Nokkrar brtt. á þskj. 271 varða B-hlutafyrirtæki. Varðandi Póst og síma er þess að geta, að laun eru færð til desemberverðlags og liðurinn Seldar vörur og þjónusta er færður til samræmis við gjaldskrárbreytingar í nóv. s.l. Almennar fjárfestingar fyrirtækisins eru með till. hækkaðar um 905 millj. kr. frá frv. og samsvarar heildartalan að raungildi raunverulegum framkvæmdum á þessu ári. Fjárfesting til jarðstöðvar er á hinn bóginn lækkuð um 400 millj. kr., en af greiðsluhalla þessa árs, sem er 800 millj. kr., verða greiddar 315 millj. kr. Í sambandi við þá upphæð, sem samkv. till. þessum á að verja til almennra framkvæmda og svarar til óbreyttra framkvæmda að raungildi frá þessu ári, má reikna með að gjaldskrárbreytingar þurfi á næsta ári að jafngilda 20% hækkun 1. febr. og 26% hækkun 1. ágúst, ef inn í dæmið er tekið að launaútgjöld hjá stofnuninni mundu hækka á næsta ári sem svarar 15% að meðaltali eða nálægt 30% frá upphafi til loka ársins. En skrá um áætlaðar framkvæmdir Pósts og síma er í sérstöku yfirliti.

Fjárlagatölur Ríkisútvarps, hljóðvarps og sjónvarps, eru færðar til desemberverðlags. Till. eru ekki gerðar um breytingar á þeim fjárhæðum sem ætlaðar eru til fjárfestingar.

Varðandi brtt., sem n. gerir um Rafmagnsveitur ríkisins, er þess að geta, að laun eru færð til verðlags í des. og önnur rekstrargjöld eru hækkuð til desemberverðlags, seldar vörur og þjónusta eru hækkaðar úr 4 milljörðum 720 millj. í 5 milljarða 357 millj. Aðrar tekjur Orkusjóðs, verðjöfnunargjalds, eru lækkaðar úr 1 milljarði 210 millj. í 968 millj., þar sem 20% af verðjöfnunargjaldinu renna til Orkubús Vestfjarða, eða 242 millj. Aðrir rekstrarliðir hjá RARIK eru óbreyttir frá frv. Gjöld samtals hjá Rafmagnsveitum ríkisins nema 6 milljörðum 325 millj. og tekjur nema sömu upphæð. En varðandi fjármunahreyfingar hjá Rafmagnsveitum ríkisins hækka afborganir lána um 600 millj. og verða 1 milljarður 670 millj. í stað 1 milljarðs 70 millj. í frv. Fjárfestingar hækka um 255 millj. Þar er um að ræða hækkun vegna styrkingar dreifikerfis í sveitum um 70 millj. og vegna rafvæðingar í sveitum 70 millj. Þá er gert ráð fyrir kostnaði við uppsetningu dísilstöðvar á Hornafirði 50 millj. og lagningu raflínu sem tengist byggðalínu við Kröflu og nær til Reynihlíðar. Til að mæta auknum útgjöldum, sem getið var hér að framan, er gert ráð fyrir að framlag úr Orkusjóði aukist um 140 millj. og lántökur hækki um 715 millj. kr. En skrá um áætlaðar framkvæmdir Rafmagnsveitna ríkisins er á sérstöku yfirliti.

Ef borin er saman lánsfjárþörf ríkisins annars vegar samkv. fjárlagafrv. og hins vegar samkv. þeim till. sem hér eru fluttar, er niðurstaðan þessi: Í A-hluta fjárl. lækka lántökur vegna Þjóðarbókhlöðu um 125 millj., hækka vegna landshafna um 50 millj., hækka vegna flugöryggistækja um 200 millj. og lækka vegna járnblendifélagsins um 144 millj. Lánsfjárþörf í A-hluta lækkar því í heild um 19 millj. kr. — Í B-hluta fjárl. hækkar lánaþörf vegna Rafmagnsveitna ríkisins til almennra framkvæmda um 115 millj. og hækkar vegna skuldagreiðslna um 600 millj. Orkubú Vestfjarða er á hinn bóginn flutt úr B-hluta, þar sem það er ekki ríkisfyrirtæki, það eru 360 millj. Lánaþörf vegna sveitarafvæðingar hækkar um 70 millj. Hjá Pósti og síma lækkar lánaþörf vegna jarðstöðvar um 400 millj., hækkar vegna almennra vörukaupalána um 400 millj. og hækkar vegna skuldagreiðslna um 485 millj. til að greiða 800 millj. kr. halla. Því hækkar lánaþörf í B-hluta um 910 millj., en í A- og B-hluta hækkar lánaþörf samtals um 891 millj. frá fjárlagafrv.

Þá er á þskj. 271 fluttar brtt. um lánahreyfingar á 1. gr. í samræmi við aðrar till. á þskj. Samkv. því hækkar Innlend útgáfa verðbréfa og happdrættisskuldabréfa um 700 millj. kr. og verður 4.2 milljarðar kr. og erlend lán um 191 millj. Fjáröflun samkv. væntanlegri lánsfjáráætlun hækkar um 891 millj. kr. og verður 10 milljarðar 722 millj., þar af verður ráðstafað til B-hluta 6 milljörðum 691 millj. kr. eða 910 millj. kr. hærri upphæð en er í frv. Lánsfé til A-hluta samkv. væntanlegri lánsfjáráætlun lækkar um 19 millj. kr. og verður 4031 millj. kr. Lánahreyfingar inn verða þá alls 4111 millj. í stað 4130 millj. í frv.

Í lánahreyfingum út lækkar liðurinn Hlutafé í Járnblendifélaginu um 144 millj., þar sem fyrir liggur að forsvarsmenn Íslenska járnblendifélagsins hf. telja unnt að fallast á að frestað verði umsaminni greiðslu á hlutafjárframlagi ríkisins til félagsins á árinu 1979 að upphæð 144 millj. kr., enda komi til greiðslu þess á árinu 1980. Í till. meiri hl. fjvn. um afgreiðslu á fjárlagafrv. er við það miðað, að í liðnum Lánahreyfingar út í 1. gr. verði afborganir af lánum hjá Seðlabanka Íslands 5 milljarðar 99 millj. 270 þús. kr. eða óbreytt frá því sem gert er ráð fyrir í fjárlagafrv. Vegna breytinga á hlutafjárframlagi í Járnblendiverksmiðjunni lækkar útstreymi á lánahreyfingum um 144 millj. og verður 8278 millj. 986 þús. kr., en lánahreyfingar inn, eins og áður sagði, 4111 millj.

Verði till. meiri hl. fjvn. varðandi tekjuhlið og útgjaldahlið samþykktar, munu heildarútgjöld ríkissjóðs á árinu 1979 nema 202 milljörðum 286 millj. 419 þús. kr. og tekjur 208 milljörðum 950 millj. 789 þús. kr. Tekjur umfram gjöld munu þá nema 6 milljörðum 664 millj. 370 þús. kr. og lánajöfnuður, útgreiðslur umfram innborganir, 4 milljörðum 167 millj. 986 þús. kr. Greiðsluafgangur verður þá 2 milljarðar 496 millj. 384 þús. kr.