25.10.1978
Neðri deild: 7. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 163 í B-deild Alþingistíðinda. (167)

23. mál, tímabundið vörugjald

Fjmrh. (Tómas Árnason):

Herra forseti. Frv. það, sem hér liggur fyrir á þskj. 23, er flutt í framhaldi af setningu brbl. frá 1. júní 1978, um sérstakt tímabundið vörugjald. Um tildrög þeirra laga leyfi ég mér að vísa til forsendna þeirra en brbl. eru venju samkv. prentuð sem fskj. með þessu frv. Því er hér um að ræða frv. til staðfestingar brbl. í samræmi við ákvæði stjórnarskrárinnar.

Í brbl. um kjaramál nr. 96 frá 1978 er gerð breyting á þessum brbl. Það er því eðlilegt að bæði lögin verði athuguð samtímis að þessu leyti til af þeirri þn. sem fjallar um þau.

Ég sé ekki ástæðu til að fjölyrða frekar um þetta mál og leyfi mér að leggja til að frv. verði vísað til hv. fjh.- og viðskn.