22.12.1978
Sameinað þing: 41. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 1995 í B-deild Alþingistíðinda. (1694)

54. mál, fjárlög 1979

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Hæstv. forsrh. talaði hér áðan um hvað væri dónalegt og hvað væri ekki dónalegt í sambandi við tillöguflutning. Mér finnst nú taka í hnúkana þegar svo virðist vera að einn af stjórnarflokkunum ætli að fara að flytja og standa að till. við afgreiðslu fjárlaga sem ganga þvert á þá stefnu sem þeir hafa fallist á að hæstv. utanrrh. framfylgi í nafni þeirrar ríkisstj. sem þeir styðja. Þeir hafa fallist á þetta í stjórnarsáttmála þeim sem gerður var m.a. um þessi efni, að afstöðu landsins til utanríkismála yrði ekki breytt. Hafi einhver sýnt dónalega framkomu í þessu máli við þessar umr. og afgreiðslu, þá er ljóst hverjir það eru. Ég segi nei.