22.12.1978
Sameinað þing: 41. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 1997 í B-deild Alþingistíðinda. (1707)

54. mál, fjárlög 1979

Forseti (Gils Guðmundsson):

Nú líður að lokum þessarar atkvgr. En þannig hefur tekist til fyrir misgáning eða misskilning sem ég óska eftir að leiðréttur verði, að brtt., sem teknar voru aftur til 3. umr. á tveimur þskj., hafa fallið niður. Þar sem hér er nú um 3. umr. að ræða og ekki greidd atkv. um grein fyrir grein tel ég enga goðgá að þessar brtt., sem þannig stendur á að fluttar voru við 2. umr., voru teknar aftur til 3. umr., en hafa fallið niður fyrir misgáning, verði bornar undir atkv. Ég tel að það sé í sjálfu sér algerlega eðlileg meðferð máls við 3. umr. og mun bera þær upp. Þessar brtt. ern á þskj. 210 og 211. Á þskj. 210 eru það þrjár af brtt. sem áttu að koma og koma nú til atkv., en 2. till. á því þskj., frá fjvn., var samþ. við 2. umr., þannig að hún kemur ekki til atkv. (StJ: Hvaða tillögur eru þetta?) Ég skal lýsa því, ef menn hafa ekki þessar tillögur.

Þar sem menn hafa ekki þessar till. skal ég skýra frá því, hvaða till. þetta eru.

Það er fyrsta lagi till. frá Jósef H. Þorgeirssyni og Friðjóni Þórðarsyni um Fjölbrautaskólann á Akranesi, gjaldfærður stofnkostnaður, fyrir 30 millj. komi 50 millj. Síðan er till. frá sömu mönnum, Friðjóni Þórðarsyni og Jósef H. Þorgeirssyni, um sjúkrahúsið í Stykkishólmi og till. frá Friðjóni Þórðarsyni um hafnarmannvirki í Stykkishólmi. Loks er till. á þskj. 211 frá Matthíasi Bjarnasyni o.fl. um sjúkrahúsið á Hólmavík. (SvH: Hverjir fleiri en Matthías eru á þeirri till.?) Ég ætla að kynna hverja till. um sig nánar áður en atkv. eru greidd. Það eru Matthías Bjarnason, Kjartan Ólafsson og Þorv. Garðar Kristjánsson. Það var svo til ætlast að þessar till. kæmu undir atkv. (SighB: Eru tillögumenn að þessari till., sem Matthías Bjarnason er 1. flm. að, allir þeir sömu við 3. umr. og þeir voru við 2. umr.?) Mér er ekki kunnugt um annað.