22.12.1978
Neðri deild: 45. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 2002 í B-deild Alþingistíðinda. (1727)

137. mál, verðjöfnunargjald af raforku

Eggert Haukdal:

Herra forseti. Það er í hæsta máta óeðlilegt að vera að viðhalda hér ágreiningsefni milli dreifbýlis og þéttbýlis, eins og að þessu er staðið. Hér var í lófa lagið að leysa þetta mál í gær á þann eina hátt sem Alþingi er sæmandi. Það er, að á fjárl. og úr sameiginlegum sjóði landsmanna sé þessum byrðum jafnað og við borgum öll eitt og sama raforkuverð. Greiði ég ekki atkv. með tilvísun til þessa.