30.10.1978
Sameinað þing: 10. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 215 í B-deild Alþingistíðinda. (205)

Rannsókn kjörbréfs

Forseti (Gils Guðmundsson):

Mér hefur borist svo hljóðandi bréf:

„Reykjavík, 26. okt. 1978 Hjörleifur Guttormsson, 6. landsk. þm., hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og mun því ekki geta sótt þingfundi á næstunni, leyfi ég mér með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess, að 2. varamaður landsk. þm. Alþb., Soffía Guðmundsdóttir tónlistarkennari, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um að þér látið fara fram í sameinuðu þingi rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Ingvar Gíslason,

forseti Nd.

Mér hefur einnig borist svo hljóðandi bréf:

„Reykjavík, 26. okt. 1978.

Jón Helgason, 6. þm. Suðurl., hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og mun því ekki geta sótt þingfundi á næstunni, leyfi ég mér með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess, að 1. varamaður Framsfl. í Suðurlandskjördæmi, Hilmar Rósmundsson skipstjóri, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um, að þér látið fara fram í sameinuðu þingi rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Bragi Sigurjónsson,

forseti Ed.

Ég vil nú fara þess á leit við hv. kjörbréfanefnd Sþ., að hún taki þessi tvö kjörbréf varamanna til athugunar, og gef 10 mínútna fundarhlé meðan kjörbréfin eru athuguð. — [Fundarhlé.]