20.02.1979
Sameinað þing: 55. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 2646 í B-deild Alþingistíðinda. (2057)

Varamaður tekur þingsæti

Forseti (Friðjón Þórðarson):

Mér hefur borist svo hljóðandi bréf frá forseta Ed.:

„Reykjavík, 19. febr. 1979.

Ragnar Arnalds, 3. þm. Norðurl. v., hefur ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og mun því ekki geta sótt þingfundi á næstunni, leyfi ég mér með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess, að 1. varamaður Alþb. í

Norðurlandskjördæmi vestra, Hannes Baldvinsson, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt.

Þorv. Garðar Kristjánsson,

Til forseta Sþ.“ forseti Ed.

Hannes Baldvinsson hefur setið á þingi áður og kjörbréf hans verið rannsakað. Ég býð hann velkominn til starfa.