20.02.1979
Sameinað þing: 55. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 2672 í B-deild Alþingistíðinda. (2081)

344. mál, loðnuveiðar

Matthías Bjarnason:

Herra forseti. Ég vil alveg mótmæla því, að ég hafi verið með útúrsnúning við hæstv. ráðh. — síður en svo. Hins vegar sagði ég það og ég endurtek það, að þetta er auðvitað ekkert svar við fsp., að ef það verður vont veður þetta lengi og ef brælan helst, þá verður ekki gripið til takmarkana, og ef þetta og hitt verður. Svo kemur hæstv. ráðh. nú aftur og segir:

Vinnsla á loðnu og loðnuhrognum hér fyrir Suðvesturlandi mun hafa forgang. Á hvern hátt ætlar þá ráðh. að beita sér fyrir því að banna skipum að veiða í bræðslu? Hann verður þá að banna það og taka einhvern tíma skarið af. Það, sem ég sagði áðan, stendur alveg óhaggað og hefur ekki breyst við þessa aðra ræðu ráðh., að rn. veit ekki sitt rjúkandi ráð og þorir í hvoruga löppina að stíga.