21.02.1979
Efri deild: 57. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 2677 í B-deild Alþingistíðinda. (2089)

148. mál, orlof

Frsm. (Ólafur Ragnar Grímsson):

Herra forseti. Það frv., sem hét er til umr., er hluti af þeim fyrirheitum sem ríkisstj. gaf samtökum launafólks um umbætur í félagsog réttindamálum samfara setningu laga um tímabundnar ráðstafanir til viðnáms gegn verðbólgu. Í ljós hefur komið að mikil vanhöld eru á því að launafólk fái það orlofsfé sem því ber, þótt það sé vissulega mjög mismunandi eftir landshlutum, atvinnugreinum og jafnvel fyrirtækjum hvernig slíkum vanhöldum er háttað. En þau eru greinilega í svo ríkum mæli að nauðsynlegt er talið, eins og fram kom þegar þetta frv. var hér til 1. umr., að setja ákvæði í lög sem heimila innheimtuaðila orlofsfjár að staðreyna upplýsingar um greitt eða vangreitt orlofsfé starfsmanna launagreiðenda.

Í störfum n. hefur komið fram að nauðsynlegt kann að þykja að setja um framkvæmd þessara laga ítarlegar reglur, og mun félmrn. hafa í hyggju að gera slíkt. Í trausti þess leggur n. til að frv. verði samþykkt, eins og kemur fram í nál. á þskj. 365.