21.02.1979
Efri deild: 57. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 2692 í B-deild Alþingistíðinda. (2111)

63. mál, tollskrá

Ágúst Einarsson:

Herra forseti. Það er einungis út af síðustu ummælum hv. 5. þm. Vesturl. sem ég kveð mér hljóðs í sambandi við 4. mgr. Hann boðaði fyrirvara í sambandi við þessa mgr., þar sem segir að aðilar, sem njóta tollívilnunar samkv. 41. tölul., geti eigi jafnframt fengið tollívilnun samkv. þessum tölul. Þetta atriði var rætt í n., hvort ætti að set ja það inn í frv., og n. komst að þeirri niðurstöðu, að það væri óeðlilegt að nokkrir aðilar fengju tvöfaldan afslátt í sambandi við þessar bifreiðar. Það mætti hugsa sér afslátt sem veittur er leigubifreiðarstjórum, og þá taldi n. óeðlilegt að jafnframt yrði þeim gefinn afsláttur sem öryrkjum, þannig að um væri að ræða tvöfaldan afslátt. Ég held að menn ættu að geta orðið sammála um þetta sjónarmið n. varðandi slíkar ívilnanir, að þær séu ekki tvöfaldar í framkvæmd. Ég óska því þess við hv. flm., að þeir fari ekki að koma með brtt. við þetta ákvæði, og jafnframt vildi ég skýra frá því, að n. ræddi þetta mál varðandi tvöfalda afsláttinn.