26.02.1979
Neðri deild: 53. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 2766 í B-deild Alþingistíðinda. (2186)

149. mál, ríkisábyrgð á launum við gjaldþrot

Frsm. (Jóhanna Sigurðardóttir):

Herra forseti. Félmn. hefur haft frv. um ríkisábyrgð á launum við gjaldþrot til umfjöllunar og flytur um það nál. á þskj. 370, þar sem n. mælir með samþykkt þess. Frv. það, sem hér um ræðir, er einn þátturinn í þeim margvíslegu félagslegu aðgerðum sem ríkisstj. hefur unnið að í samráði við samtök launafólks og voru í tengslum við frv. um tímabundnar ráðstafanir til viðnáms gegn verðbólgu sem samþ. var í desember s.l.

N. mælir með samþykkt þessa frv., en fjarstaddir afgreiðslu málsins voru Stefán Valgeirsson og Eggert Haukdal.