27.02.1979
Sameinað þing: 58. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 2789 í B-deild Alþingistíðinda. (2205)

Rannsókn kjörbréfs - varamenn taka þingsæti

Frsm. (Friðjón Þórðarson):

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hefur athugað kjörbréf Gunnlaugs Finnssonar, Hvilft, Flateyrarhreppi, Vestur-Ísafjarðarsýslu, sem er 1. varaþm. Framsfl. í Vestfjarðakjördæmi. Hann kemur nú til þings í fjarveru Steingríms Hermannssonar, 2. þm. Vestf., sem er erlendis. Nefndin leggur til að kosningin verði tekin gild og kjörbréfið samþykkt.