27.02.1979
Sameinað þing: 58. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 2798 í B-deild Alþingistíðinda. (2214)

Umræður utan dagskrár

Forseti (Gils Guðmundsson):

Út af því, sem hv. 1. þm. Austurl. sagði um þingsköp, vil ég leiðrétta þann algera misskilning hans, að mér hafi dottið í hug að brjóta þingsköp með þeim hætti að bera það undir Alþ. strax, hvort leyfa eigi umr. um till. Það, sem ég hlýt að bera fyrst undir Alþ., er hvort eigi að leyfa að taka á dagskrá ákvörðun um það, hvernig ræða skuli umrædda tillögu. Ég tel einsætt, þar sem um verulegan kostnað er að ræða í sambandi við þessa till., að ákveðnar verði tvær umr. Síðan yrði að sjálfsögðu að setja nýjan fund til þess að taka sjálft málið fyrir, eftir að búið er að ákveða hvernig ræða skuli. Mér hefur ekki dottið neitt annað í hug. Og þá yrði að sjálfsögðu, ef það ætti líka að gerast í dag, að leita afbrigða fyrir því, hvort málið sjálft mætti koma fyrir til umr.