27.02.1979
Sameinað þing: 58. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 2812 í B-deild Alþingistíðinda. (2219)

Umræður utan dagskrár

Forseti (Gils Guðmundsson):

Nú verður gengið til atkv. um hvort taka skuli á dagskrá þáltill. á þskj. 384, um þjóðaratkvæðagreiðslu um efnahagsfrv. forsrh. Ég ber þetta upp samkv. ákvæði 43. gr. þingskapa, þar sem segir:

„Mál, sem eigi er á dagskrá, verður því aðeins tekið fyrir, að til þess fáist samþykki 3/4 þeirra, sem á fundi eru“.